Imitation

Reykjavík Midsummer Music

Artistic director

Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónlistarhátíð. Leikvöllur hugmyndanna.

Allir viðburðir

Hátíðarpassi

10.000 kr

Kaupa miða

Reykjavík Midsummer Music fer fram árlega í kringum sumarsólstöður. Við eigum heima í Hörpu. Hér eru nokkrar línur um það sem við stöndum fyrir.

Read more

Reykjavík Midsummer Music leiðir saman íslenska og erlenda tónlistarmenn í hæsta gæðaflokki og hristir upp í menningarlífi borgarinnar yfir hásumarið, þegar dagurinn er sem lengstur.

Víkingur Heiðar Ólafsson stofnaði til hátíðarinnar 2012 og er listrænn stjórnandi hennar.Hátíðin var valin Viðburður ársins og hlaut nýsköpunarverðlaunin Rogastans á Íslensku tónlistarverðlaununum 2013.

Dagskráin Reykjavík Midsummer Music hverfist um ákveðið þema sem skín í gegn um efnisskrá hvers árs. Hátíðin færir landsmönnum listviðburði á heimsmælikvarða, sem oft fara fram á flekamótum ólíkra tónlistarstefna og listforma.

Hátíðin á heima í Hörpu en lætur einnig á sér kræla á fleiri stöðum í miðborg Reykjavíkur.

Hér má lesa um það sem Víkingur Heiðar brallar í tónlistinni.
Þar kennir ýmissa grasa.

Read more

Víkingur Heiðar Ólafsson þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2001 og hefur síðan komið fram víða um heim með þekktum tónlistarmönnum og hljómsveitum. Leikur hans hefur víða hlotið umfjöllun og lof: New York Sun hefur sagt hann „fæddan til að spila á píanó“ og Sunday Times hefur kallað hann „rísandi stjörnupíanista“. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn, m.a. fjórum sinnum verið valinn Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Víkingur fæst jöfnum höndum við tónlist frá endurreisnartímabilinu til nútímans. Hann hefur leikið yfir 20 píanókonserta, þar af frumflutt fjóra eftir íslensk tónskáld. Hann hefur gefið út tvo einleiksdiska hjá útgáfufyrirtæki sínu Dirrindí; Debut árið 2009, Chopin-Bach árið 2011, en um þann síðarnefnda skrifaði gagnrýnandi Piano News „Gífurlegir hæfileikar… þetta er píanisti sem maður verður að hlusta á“. Þá gaf Víkingur einnig út hjá Dirrindí diskinn Winterreise ásamt Kristni Sigmundssyni 2012 en diskurinn vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna það ár.

Víkingur vann að gerð sjónvarpsþáttanna Útúrdúr sem sýndir voru á RÚV 2013-14. Hann er stofnandi og listrænn stjórnandi Reykjavík Midsummer Music og tekur við listænni stjórn Vinterfest í Svíþjóð af Martin Fröst frá 2016.

Víkingur hefur leikið á píanó frá unga aldri. Hann stundaði nám á Íslandi hjá Erlu Stefánsdóttur og Peter Máté og framhaldsnám hjá Jerome Lowenthal og Robert McDonald við Juilliard skólann. Víkingur hlaut ýmsa styrki á námsárunum, m.a. úr Minningarsjóði um Birgi Einarson.

www.vikingurolafsson.com