Anahit Kurtikyan

Armenski fiðluleikarinn Anahit Kurtikyan hóf fiðlunám í heimalandinu og hélt síðar til Sviss þar sem hún naut leiðsagnar hins heimskunna Tibor Varga. Hún hefur verið leiðari annarrar fiðlu Óperuhljómsveitarinnar í Zürich frá árinu 2001 og er atkvæðamikil á sviði kammertónlistar en á meðal samstarfsmanna má nefna Rudolph Buchbinder, Steven Isserlis, Dietrich Fischer-Dieskau og Paul Meyer. Húm var meðlimur hins nafntogaða svissneska Amati-strengjakvartetts um árabil og hefur verið annar fiðluleikari Gringolts-strengjakvartettsins frá stofnun kvartettsins árið 2008. Gringolts-kvartettinn hefur komið fram víða um heim, í virtum tónleikasölum svo sem Wigmore Hall og á tónlistarhátíðum svo sem í Lucerne,  Salzburg, Edinborg og Verbier. Kvartettinn hefur unnið til verðlauna fyrir hljóðritanir sínar, þar á meðal Diapason d’Or og Echo Klassik verðlaunin.