Velkomin!

Ég kynni með stolti og gleði dagskrá Reykjavík Midsummer Music, þar sem leiðandi tónlistarmenn koma saman úr ólíkum heimshornum og leika stórkostlega tónlist af innblæstri og krafti í Hörpu yfir sumarsólstöður.

Ég hef sett saman dagskrána með það fyrir augum að hverjir tónleikar segi einstaka sögu, leiði saman hið nýja og gamla, varpi ljósi á óvæntar tengingar og seti hlutina í ferskt og fallegt samhengi.

Sjáumst í Hörpu, 20.-23. júní.

Víkingur Heiðar Ólafsson
Listrænn stjórnandi

Listafólk

Um hátíðina

Reykjavík Midsummer Music er tónlistarhátíð, stofnuð af Víkingi Heiðari Ólafssyni árið 2012 og haldin í samvinnu við Hörpu. Hátíðin, sem fer fram í kringum sumarsólstöður, hefur vakið athygli fyrir kraftmikla og frumlega dagskrá og laðar til landsins heimsþekkta listamenn sem leika með einvalaliði íslenskra listamanna. Reykjavík Midsummer Music hefur skipað sér sérstakan sess í íslensku menningarlífi, hlotið einróma lof gagnrýnenda og m.a. unnið Íslensku tónlistarverðlaunin sem „Viðburður ársins “ auk þess að hljóta sérstök nýsköpunarverðlaun, „Rogastans“.

Reykjavík Midsummer Music er hátíð fyrir hið forvitna eyra. Listræn stefna hátíðarinnar einkennist af því að öll tónlist sem flutt er í dag flokkist í raun sem nútímatónlist, hvort sem hún var samin á 17. eða 21. öldinni. Þegar verkum úr ólíkum áttum og frá ólíkum tímum er teflt saman getur orðið mikill galdur, hverjir tónleikar að sögu sem aldrei fyrr hefur verið sögð. Þannig viljum við hafa það.

Þiggið nýjustu fréttir!

Til andlegrar upplyftingar og hressingar sendum við tónlist, fróðleik og – á sérstökum hátíðarstundum – tilboð!

Aðalstyrktaraðili

Kærar þakkir til okkar tónelsku og örlátu styrktaraðila: