Davíð Þór Jónsson

Davíð Þór Jónsson píanóleikari er fjölhæfur og skapandi listamaður með sérstaka ástríðu fyrir spunatónlist, en fyrsta sólóplata hans, Rask, kom út 2002. Hann hefur leikið í hljómsveitum á borð við tríóið FLÍS og ADHD, starfað með mörgum af fremstu tónlistar- og sviðslistamönnum Íslands, bæði sem hljóðfæraleikari, tónskáld, útsetjari og upptökumaður. Davíð Þór hefur átt í áralöngu samstarfi við Ragnar Kjartansson myndlistarmann, og unnið með honum að verkum á borð við „The End“ (framlagi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2009) og verkinu „Guð“. Davíðs Þórs hefur hlotið margvísleg verðlaun, til dæmis bæði Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin.